544 45 45 signa@signa.is

Aðeins um Gluggamerkingar

_____________________________________________________________________

Ásýnd fyrirtækisins skiptir miklu máli. Þess vegna eru gluggamerkingar góður kostur til að auglýsa fyrirtækið. Getum skorið í límfólíu, prentað á filmur hvort sem er á glæru eða litaða filmu. Einnig erum við með sandblástursfilmu sem er vinsæl, bæði fyrir heimili og fyrirtæki. Þetta er snyrtileg lausn þar sem þú gengur úr skugga um að ekkert sjáist inn, en af sama skapi færðu birtuna inn í rýmið.

 

 

Mismunandi gluggamerkingar

_____________________________________________________________________

 

Við prentum á ýmis efni sem líma má í glugga td. sandblástursfilmu, límdúk, “see through” filmu fyrir glugga og margt fleira.

Límdúkur

Ef þú villt láta prenta eitthvað og setja í glugga, t.d. fyrirtækjanafn þá er límdúkurinn notaður. Límdúkurinn kemur í hvaða stærð, formi og lit sem er.

Gegnsæ filma

Um er að ræða filmu með mörgum smáum götum. Þegar prentað er á þannig filmu er hægt að sjá í gegnum hana ef maður stendur nálægt henni. Á sama tíma er ekki hægt að sjá í gegn ef maður er lengra en 2 metra frá filmunni. Svona filma er oft notuð í bílrúður.

Sandblástursfilma

Á sama tíma og sandblástursfilman hindrar það að hægt sé að sjá inn um rúðuna hleypir hún allt að 90% af birtunni inn í rýmið.

Sandblástursfilman getur virkað vel sem öryggisfilma. Ef rúða með sandblástursfilmu brotnar eru töluverðar líkur á filman haldi glerinu saman. MIKILVÆGT er þó að gera sér grein fyrir því að sandblástursfilman er ekki seld sem öryggisfilma.

Það má skera hvaða mynstur út í sandblástursfilmu – allt frá nafni fjölskyldumeðlima upp í heilu teiknimyndasögurnar, hér er það bara ímyndunaraflið sem ræður ferð.

Það má skera hvaða mynstur út í sandblástursfilmu – allt frá nafni fjölskyldumeðlima upp í heilu teiknimyndasögurnar, hér er það bara ýmindunaraflið sem ræður ferð

STAFRÆN PRENTUN

____________________________________________________

Við notum aðeins úrvalsefni sem duga vel fyrir íslenskar aðstæður.

SENDU OKKUR PÓST

9 + 8 =

.

signa_logo

Axarhöfði 14

110 Reykjavík

544 45 45

signa@signa.is