544 45 45 signa@signa.is

Aðeins um Kynningaefni

_____________________________________________________________________

Kynningaefni er teygjanlegt hugtak. En það sem við erum einna helst að tala um hérna eru lausnir sem eru sérhannaðar til að vera meðfærilegar. Bæði er oft hægt pakka hlutunum saman þannig það fari nánast ekkert fyrir þeim og oftar en ekki eru þetta léttar lausnir. Við erum í samvinnu við erlenda byrgja sem eru með ótrúlega margar mismunandi lausnir, þannig að ef það er eitthvað sérstakt sem þú ert að leita eftir þá er bara að senda okkur línu, slá á þráðinn eða kíkja í kaffi.

Hér eru nokkrar hugmyndir

_____________________________________________________________________

Rúllustandar

Rúllustandar eins og þeir eru oft kallaðir eru ótrúlega sniðug lausn. Það er hægt að pakka þeim saman og þá siturðu eftir með botnstykkið eitt og sér. Þá er umfangið ekki meira en 15x15x90 cm. Þetta er stórsniðug lausn fyrir sýningar, verslanir, fyrirtæki eða við önnur tækifæri.

Borðar

Við gerum borða í öllum stærðum og gerðum sem hægt er að hafa utandyra allan ársins hring. Kostirnir við að prenta borða eru margir og þar má nefna langur endingartími, færanleiki og sú staðreynd að það er hægt að hengja þá upp á ótrúlegustu stöðum.

 

Frauðskilti

Frauðskilti eru sniðug lausn. Þú getur látið prenta hvað sem er á frauðplötu. Frauðplatan er hörð og þolir vel bæði að hanga og standa. Kosturinn við frauðið er hversu létt það er og meðfærilegt.

Standskilti

Standskiltin eru klassísk lausn og til í ýmsum útgáfum. Þau eru bæði til notkun utandyra sem og innandyra. Einnig eru til skilti sem hægt er að skipta út plakötum eða auglýsingum reglulega með lítilli fyrirhöfn.

SENDU OKKUR PÓST

12 + 7 =

.

signa_logo

Axarhöfði 14

110 Reykjavík

544 45 45

signa@signa.is